Gjöf til Grunnskólans í Hveragerði
22. september 2021
Í dag færði Minningarsjóðurinn Grunnskólanum í Hveragerði glæsilegt fjölnota leiktæki á skólalóðina til minningar um Mikael Rúnar. Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að gjöfin komi sér sérlega vel þar sem fram kom á nemendaþingi síðasta skólaárs að sárlega vantaði rennibraut á skólalóðina. Við því hefur Minningarsjóðurinn nú brugðist og færir skólanum að gjöf glæsilegt fjölnota leiktæki með rennibraut.
Systur Mikaels Rúnars, Elín Hrönn og Hrefna Ósk, renndu sér fyrstu salibununa í tækinu.
Frá vinstri: Jón Gísli Guðlaugsson faðir Mikaels Rúnars, Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskólans,
Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, Elva Óskarsdóttir móðir Mikaels, Hrefna Ósk og Elín Hrönn